Landssamtök íslenskra stúdenta


Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð í nóvember árið 2013 sem hagsmunasamtök allra íslenskra stúdenta. Stofnfélög eru Stúdentaráð Háskóla Íslands, Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis og Nemenda-félag Landbúnaðarháskóla Íslands og var Stúdentafélagi Hólaskóla veitt áheyrnaraðild. Stúdentafélagi Hólaskóla var síðan veitt full aðild á landsþingi LÍS 2015.

Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á alþjóðaveittvangi og um leið skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög og vera þátttakandi í alþjóðlegu hagsmunasamstarfi háskólanema. Vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum. Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum.

Hluti framkvæmdastjórnar samtakanna starfsárið 2016 - 2017.

Hluti framkvæmdastjórnar samtakanna starfsárið 2016 - 2017.