Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“

Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“

Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.

Háskóladagurinn 4. mars

Háskóladagurinn 4. mars

Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum.