LÍS og mennta- og menningarmálaráðuneyti gera með sér styrktarsamning

Þann 19. september síðastliðinn héldu Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, á fund með mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í mennta- og menningarmálaráðuneyti (MRN). Það eru gleðitíðindi að tilkynna að ritað var undir samning við MRN sem tryggir fjármögnun samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.

Vertu með: nefndir LÍS 2017-2018

Vertu með: nefndir LÍS 2017-2018

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á FÉLAGSSTÖRFUM? BRENNUR ÞÚ KANNSKI FYRIR HAGSMUNABARÁTTU STÚDENTA? LANGAR ÞIG TIL AÐ HAFA ÁHRIF? VILTU STARFA MEРSTÚDENTUM FRÁ ÖLLUM HÁSKÓLUM LANDSINS?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd, jafnréttisnefnd og viðburðanefnd.