Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra

Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra

Við fórum á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, síðastliðinn föstudag þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Eins og greint var frá fyrir viku samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinganna en fengum við tækifæri á fundinum til að fara ítarlega yfir þær.

FRAMLENGDUR FRESTUR: Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins.

Nánari upplýsingar veitir Aldís Mjöll Geirsdóttir formaður LÍS á lis@haskolanemar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Opið bréf nemenda sviðslistadeildar til stjórnar Listaháskóla Íslands

Opið bréf nemenda sviðslistadeildar til stjórnar Listaháskóla Íslands

Við, nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, hyggjumst ekki greiða skólagjöld vorannar 2018. Slæm aðstaða deildarinnar og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar kemur í veg fyrir að við getum stundað nám í okkar listgreinum eins og lagt var upp með þegar skólaganga okkar í Listaháskóla Íslands hófst. Við teljum okkur hafa verið svikin um þá þjónustu og aðstöðu til náms sem okkur var lofað. Þessi aðgerð er því ekki aðeins gerð í mótmælaskyni til að hreyfa við stjórn og stjórnendum skólans, heldur á grundvelli þess að alger forsendubrestur hafi orðið í viðskiptasambandi okkar við skólann.

Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax

Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax

Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.

Bréf til nýs mennta- og menningarmálaráðherra

Landssamtök íslenskra stúdenta vilja óska Lilju Alfreðsdóttur innilega til hamingju með nýtt embætti mennta- og menningarmálaráðherra.

Einnig þökkum við þá viðleitni sem málefnum stúdenta er sýnd í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Við tökum undir orð ríkisstjórnar um að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og fögnum því að ríkisstjórn boði til stórsóknar í menntamálum.

Vinnustofa á vegum Landssamtaka palestínskra stúdenta í Ramallah, Palestínu

Dagana 4.-5. desember sóttu fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, vinnustofu á vegum Landssamtaka palestínskra stúdenta (PSCF) í Ramallah í Palestínu. LÍS var boðið af PSCF og Landssamtökum stúdenta í Danmörku (DSF) að taka þátt í þessari vinnustofu ásamt öllum öðrum aðildarfélögum European Students’ Union (ESU), en stjórnarfundur ESU var haldinn í Jerúsalem í vikunni áður og lauk 3. desember.