Yfirlýsing LÍS í ljósi endurskipunar í embætti framkvæmdastjóra LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leitast skal í hvívetna við að finna og skipa hæfasta einstaklinginn í öll embætti út frá faglegum forsendum, einungis er hægt að tryggja það með því að viðhafa gegnsætt og opið ráðningaferli. 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sagði sjálf þegar hún var innt eftir því á landsþingi samtakanna í mars að hennar stefna væri að auglýsa í stöður sem þessar. Gefur það því að skilja að það eru enn frekari vonbrigði, að framkvæmd fylgi ekki orði. 

Yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast hér

Staða íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði: aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms erlendis

Staða íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði: aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms erlendis

Föstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Hotel Reykjavik Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landssambands íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði. Tilefni ráðstefnunnar er útgáfa nýjustu Eurostudent könnunarinnar, þar sem Ísland er þátttakandi í fyrsta skipti

Umsögn Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) 2018 - 2019

Það er mat LÍS að breyttar úthlutunarreglur séu ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Stúdentar berjast endurtekið fyrir bættum kjörum hjá LÍN en lítið sem ekkert breytist milli ára. LÍS vona og krefjast þess að hlustað verði betur á rödd stúdenta við áframhaldandi vinnu innan LÍN og í nýskipaðri verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um LÍN, þannig að loforð um raunverulegt samráð við stúdenta verði efnt og kjör stúdenta loks bætt. Lánasjóður íslenskra námsmanna er til fyrir tilstilli stúdenta og ber því að koma til móts við þá.

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Síðasti dagskrárliður sunnudagsins, og þar með landsþingsins sjálfs, var kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta samtakanna. Tvö framboð bárust í embætti formanns, tvö framboð bárust í embætti alþjóðaforseta og eitt framboð barst í embætti gæðastjóra. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. 

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Þann 23. mars á Landsþinginu lagði framkvæmdastjórn LÍS fram stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi. David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, kynnti stefnuna sem byggð er á vinnustofum Landsþings ársins 2017 þar sem yfirskriftin var Hvers virði er mín menntun – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna. Eftir miklar samræður og samráð milli þingfulltrúa komust þeir að sameiginlegri niðurstöðu og ný stefna samþykkt einróma af fulltrúum háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir stúdentar marka sameiginlega stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi.

Landsþing LÍS 2018 Jafnrétti til náms. Hvað er jafnrétti til náms og hvernig tryggjum við það?

Landsþing LÍS 2018 Jafnrétti til náms. Hvað er jafnrétti til náms og hvernig tryggjum við það?

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Jafnrétti til náms“ í hinum víðasta skilningi. Snert verður á sem flestum flötum er varða jafnrétti til náms í háskólakerfinu a Íslandi, hvar stöndum við framarlega og hvar getum við gert betur. Á þinginnu er stefnt að því að leggja grunninn að jafnréttisstefnu LÍS sem síðan verður unnin í framhaldi af þinginu og sá efniviður sem hlýst þar nýttur sem undirstaðan.