Nordiskt Ordförande Møte í Helsinki: „EU advocacy and Nordic cooperation“

Nordiskt Ordförande Møte eða NOM er fastur fundur í árlegri alþjóðastarfsemi LÍS. Á fundinum, sem er haldinn tvisvar á ári, hittast landssamtök Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna til þess að ræða mikilvæg mál er varða hagsmuni stúdenta.

IMG_2784.JPG

Dagana 4. - 7. nóvember sótti LÍS sjötugasta NOM fundinn sem haldinn var í Helsinki. Þema fundarins var „EU advocacy and Nordic cooperation“. Það var mikið rætt um hvernig landssamtök geta og eiga að beita sér sem þrýstiafl sem var mjög áhugavert í ljósi þess að LÍS eru enn ung samtök í mótun og á leið í samningaviðræður við menntamálaráðuneytið snemma árið 2017. Þá var einnig áhugvert og gagnlegt að fylgjast með skipulagningu fundarins því það fellur einmitt í skaut LÍS að halda næsta NOM fund. Hann verður haldinn í Reykjavík dagana 6. - 10. apríl á næsta ári. Þema fundarins verður „Student Support Systems and the Social Dimension“.

Fulltrúar landssamtaka stúdenta, frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, á fundinum

Fulltrúar landssamtaka stúdenta, frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, á fundinum

Á fundinum voru einnig mál rædd sem tekin verða fyrir á næsta stjórnarfundi ESU en sem dæmi um slík mál má nefna yfirlýsingar og yfirferð fjármála ESU. Næsti stjórnarfundur ESU verður haldinn í Gdansk 28. nóvember til 4. desember og hlökkum við til að mæta vel undirbúin til leiks.

Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur  

_MG_2539.jpg
_MG_2609 (1).jpg
Previous
Previous

Ráðstefna í Malmö: House Erasmus

Next
Next

Ert þú háskólanemi með áhuga á nýsköpun?