ESU fordæmir harðlega aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi

Europe Student Union, ESU, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi þar í landi eru harðlega gagnrýnd. Eftir misheppnað valdarán tyrneska hersins hafa stjórnvöld haldið áfram að kúga starfsmenn menntageirans með því að reka meira en 15000 starfsmenn í Menntamálaráðuneyti landsins, allt frá grunnskólakennurum til háskólaprófessora. Auk þess hafa yfir 1500 skólastjórar verið neyddir til að segja af sér.

Formaður ESU, Lea Meister, segir að þessi viðbrögð stjórnvalda séu á engan hátt lögmæt. Hún segir að með þessu hafi stjórnvöld hafið stríð gegn akademísku frelsi í landinu. Stjórn ESU kallar eftir því að stjórnvöld í Tyrklandi snúi aftur til lýðræðislegra gilda og tryggi málfrelsi og skoðanafrelsi í landinu.

Meira um málið má lesa á heimasíðu ESU.

LÍS er aðildafélag að Europe Student Union ásamt 43 öðrum aðildafélögum og sækir fjórar ráðstefnur á ári á vegum þeirra.

Previous
Previous

Sumarþing LÍS 2016

Next
Next

Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa