Stefna um alþjóðavæðing íslenska háskólasamfélaginu:

Markvissari stefna í alþjóðavæðingu íslensks menntakerfis er nauðsynlegt skref í átt að samkeppnishæfara menntakerfi, víðsýnna samfélagi, fjölbreyttara vinnuafli og fræðastarfi. Með stefnu sinni og áherslum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta sitt á vogarskárlarnar hvað allsherjarstefnu í alþjóðavæðingu háskólasamfélagsins varðar, bæði heima og að heiman. Til grundvallar alþjóðastefnu LÍS liggur sú höfuhugmynd að jöfn tækifæri til náms, jafnt innanlands og erlendis, séu mannréttindi og ein af undurstöðum farsæls samfélags. Er það von LÍS að yfirvöld og háskólar leggi þá hugmynd einnig til grundvallar í stefnumótun sinni og að áherslur LÍS reynist góður grunnur að nauðsynlegri umræðu um alþjóðavæðingu háskólastigsins.