Verklag samþykkt á landsþingi 2016

Samkvæmt 53. gr. laga LÍS gilda verklagsreglur um störf framkvæmdastjórnar sem samþykktar eru á landsþingi ár hvert. Framkvæmdastjórn og fulltrúum aðildarfélaga er heimilt að leggja til breytingar á verklagsreglunum, skal þá kosið um breytingarnar á landsþingi.

Þá er framkvæmdastjórn einnig heimilt að bæta við gildandi verklagsreglur á starfsári sínu. Viðbæturnar taka gildi um leið gangi þær ekki í berhöggi við gildandi verklagsreglur.