Menntun er öflugasta vopnið sem við höfum til að breyta heiminum.
— Nelson Mandela

Háskólanema sem langar að láta til sín taka í hagsmunamálum stúdenta er velkomið að hafa samband við framkvæmdastjórn. Tölvupóstfang og símanúmer má nálgast neðst á síðunni. 

Landssamtökin reka 7 nefndir gæðanefnd, alþjóðanefnd, viðburðanefnd, markaðsnefnd, jafnréttisnefnd, fjármálanefnd og lagabreytingarnefnd. Öllum háskólanemendum er frjálst að sækja um í nefndirnar þegar auglýst er í þær að hausti.

Þá er áhugasama sem langar til þess að sinna framkvæmdastjórnarsetu fyrir sinn skóla bent á að hafa samband við aðildarfélag sitt. Aðildarfélögin tilnefna sjálf einn einstakling á hverju ári til setu í framkvæmdastjórn í tvö ár.