Fulltrúaráðsfundur 9. apríl

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00-19:30 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Háskóla Íslands í stofu HT - 101, neðri hæð Háskólatorgs. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Dagskrá fundarins er hér að neðan. Athygli er vakin á því að fundurinn hefst á kynningu frá Katrínu Björk Kristjánsdóttur en hún vann að rannsókn um stöðu foreldra í námi sl. sumar og mun fara yfir helstu niðurstöður sínar.

  1. Kynning á niðurstöðu rannsóknar um stöðu foreldra í námi

  2. Fundargerðir síðustu funda borin upp til samþykktar

  3. Fréttir frá aðildarfélögum

  4. Yfirferð landsþings

  5. Herferð LÍS

  6. Ályktun til stuðnings háskólakennurum

  7. Ályktun um úthlutunarreglur

  8. Önnur mál

Previous
Previous

Hádegismálþing gæðanefndar LÍS

Next
Next

Umsögn LÍS og BHM um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna