Lífskjarakönnun stúdenta

Viðamiklar breytingar standa nú yfir í háskólum á Íslandi, svo sem sameiningarviðræður, endurskoðun á fjármögnunarlíkani háskóla, auk þess sem fyrirhugað er að gera breytingar á Menntasjóði námsmanna. Af því tilefni standa LÍS og BHM sameiginlega að lífskjarakönnun stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis.

Könnunin hefur verið send á skólanetföng allra stúdenta við íslenska háskóla og á félagatal Samband íslenskra námsmanna erlendis. Það tekur um 5-10 mínútur að svara könnuninni og munu 10 heppnir þáttakendur fá 25.000 kr. gjafabréf í Kringluna.

Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Að sjálfsögðu verður ekki hægt að rekja svör könnunarinnar til einstakra svarenda og farið er með öll gögn sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna í pósti sem borist hefur nemendum.

Previous
Previous

Kynning á niðurstöðum rannsóknar á stöðu foreldra í háskólanámi

Next
Next

Fjöldatakmarkanir í starfsréttindanám í iðjuþjálfunarfræði